myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

júní 08, 2009



Hæhæ
þá erum við komin heim og ég er bara búin að vera að skemmta mér seinustu 3 vikurnar. Meðal annars þá skelltum við stelpurnar ásamt Frosta litla og Krissa uppí bústað þar sem við gistum í 3 nætur og höfðum það kósý.
Við Fannar, Rakel og Dagur röltuðum niður laugarveginn einn sólardaginn og enduðum hjá Tjörninni.
Adda padda átti líka afmæli og bauð okkur uppá kökur og kræsingar. Hérna er hún að fara að blása á öll 26 kertin! Fannar er byrjaður að vinna og vinnur oft frameftir, sem hann er bara sáttur við þar sem hann er bara heppinn að hafa vinnu miða við marga. Ég og Halldóra verðum að passa Dag meðan mamma hans er að vinna, og það er sko svaka líkamsrækt að hlaupa eftir honum allan daginn!
Við Helga skráðum okkur saman í meðgöngujóga og áttum að mæta í fyrsta tímann í dag, en ég vaknaði með flensuna og verð að mæta bara næst :(
Annars gengur allt bara vel, mallinn fer sífellt stækkandi og ótrúlegt að það eru bara 2 og hálfur mánuður eftir! Læt fylgja með eina bumbumynd.




posted @ 6/08/2009 01:52:00 e.h.


apríl 17, 2009




Hæhæ

Ég splæsti loksins í flugmiða heim! Flýg fyrst til Boston og þaðan til Íslands og lendi morguninn 13. maí :)
Svo fer skólinn bara alveg að klárast. Á eftir að skila AutoCad teikningum og svo PhotoShop verkefni, og eftir það er bara eitt lokapróf sem ég þarf að taka. Fannar ætlar að taka stutta sumarönn, eða frá byrjun maí til seinniparts júní.
Mig hlakkar svakalega til að koma heim, en skrítið samt að yfirgefa sólina í ár :(

Við fórum í auka sónar á þriðjudaginn og þá kláraði ljósan að fara yfir allt, en hún var svo mikil prinsessa að hún var ekkert að hafa fyrir því að snúa sér við seinast. Fengum flottar myndir, og erum örugglega búin að fá yfir 20 myndir allt í allt hér úti. En heima eru þær víst "skammtaðar" OG það þarf að borga fyrir þær.

Profile mynd

Ein pósa handa mömmu og pabba


Svo átti varð ég 18 ára 2.apríl. Fannar færði mér morgunmatarbakka í rúmið og rósir. Um kvöldið fórum við svo út að borða á The Silver Slipper sem er voða fínt steikhús. Þar vorum við á svona bás og maður gat dregið fyrir, svaka privacy :)

Svo eru strákarnir, eða aðallega Viktor svo duglegir að þeir bökuðu handa okkur pizzu sem smakkaðist alveg hreint ótrúlega vel :)

Ég gleymdi alltaf að segja ykkur líka að þegar við förum í bíó þá kemur þessi risa mynd af mér alltaf á skjáinn, en það er auglýsing fyrir TCC (skólann sem ég var í). Ég held á skólabókum og svo er mynd af skólanum í bakgrunni... svo fékk Brynjar bróðir strákanna bækling sendann frá TCC og viti menn, fésið á mér var á honum líka. Skondið að hafa mynd af litlum íslendingi af öllum þessum þúsundir nemenda sem eru í skólanum :)

Ein bumbumynd í lokin, komin 20 vikur. Er orðin frekar sver á alla kanta, en kjólinn felur það ágætlega :)




posted @ 4/17/2009 03:04:00 f.h.


apríl 01, 2009



Hæhó

Allt gott að frétta frá Flórida. Bara mánuður eftir af skólanum og þá fer ég í ársfrí!:) Skrítið að hugsa til þess að vera ekki í skóla næsta árið....
Við fórum í sónar í fyrradag og fengum að vita að við eigum von á lítlli PRINSESSU! :)
Hún lá á hvolfi og í grúfu allan tíman meðan ljósmóðirin skoðaði hana, svo við fengum enga góða mynd af andlistfallinu og svona. En hér er smá sýnishorn:

Hausinn semsagt snýr bara niður. Við fengum annan sónar eftir 2 vikur til að þau geti skoðað það sem sást ekki núna. Þá fáum við líka betri myndir.
Ég er ekki komin með almennilega kúlu , en hér er ég komin 15 vikur., eða fyrir mánuði síðan. Hún hefur eiginilega ekkert stækkað.

Við erum byrjuð að skoða nöfn og það er hægara sagt en gert að velja nafn á barnið sitt! Höfum þó nógan tíma:) Svo er ég búin að vera að stelast að kaupa bleik prinsessuföt og það er flest tilbúið á hana. Komin með samfellur, útigalla og svo fann ég loksins sokkabuxur í OldNavy eftir mikla leit, enda eru börn hér bara ber útaf hitanum.

Planið er svo að flytja í aðra íbúð þegar við komum til baka og erum búin að vera að skoða. Fundum draumahverfi! Það heitir Victoria Grand Apartments, og er eins og Disney hverfi á kvöldin, allt upplýst með seríum og krúttlegu. Þetta eru lúxuxíbúðir, sundlaugarsvæðið eins og spa, gym, morgunmatur í club-housinu á laugardögum og þá hittast nágrannarnir og borða saman. Svo er boðið uppá nudd einusinni í viku frítt! Svo getur maður labbað í mallið, og hundagarð/útivistagarð og fleira. Það kostar svo auðvitað slatta... en dollarinn er svo hár að það eru allar íbúðir dýrar núna. Þessi kostar um 100þús á mán :( En svo eru gamlar og ljótar íbúðir á um 80þús, svo það er bara spurning hvað við gerum.
-bæjó-




posted @ 4/01/2009 01:32:00 f.h.


mars 18, 2009




Hæhæ.

Það er allt gott að frétta af okkur.

Við fengum vikufrí yfir Spring Break og ákváðum að keyra vestur. Við byrjuðum á því að keyra til New Orleans, Lousiana, þar sem fyrsta kvöldið fór í að labba um miðbæinn og skoða mannlífið. Það er ótrúlega mikið af heimilislausu fólki útum allt, og umhverfið frekar sleazy svona. Bærinn var samt mjög krúttlegur, en við gistum í „French Quarter“, sem er gamall bær í anda Englands, enda voru fyrstu innflytjendurnir þaðan.

Við skoðuðum gamla dómkirkju frá 17.öld, höfnina, miðbæinn og svo auðvitað rústirnar. Það er reyndar búið að laga flest húsin, en við sáum samt mörg sem voru gjörsamlega í rústi. Eftir flóðið þá merkti herinn hversu margir voru látnir og fl, og skrifuðu það framaná húsin fyrir fólkið sem tók líkin saman. Það var frekar skrítið að sjá hversu margir íbúðar í hverju húsi fyrir sig dóu.

Þegar við röltum inní einhverja gamla seinni-heimstyrjaldar-skranbúð, Fannar með cameruna á lofti og ég enn meira nörd með myndavélina uppi líka, þá erum við að skoða (og Fannar að taka upp) þegar við, löngu seinna, rekum augun í homma-eiginmann Phoebe í Friends. Við, lúðarnir með sitthvora vélina á lofti, mundum ekkert hvað hann hét eða hvaða myndum hann hefur verið í, svo ég labba bara til hans og spyr hvort hann sé ekki leikari! Hann heitir víst Steve Zahn og var í myndum eins og Sahara og fl. Þetta er svona andlit sem allir þekkja, en enginn veit hvað greyið gaurinn heitir. Svo fékk ég mynd með honum. Eftir það vorum við ekki lengi að þjóta út, því ég veit ekkert hvort hann var þarna á undan okkur eða kom eftir, og hann gæti alveg eins haldið að við hefðum verið að elta sig... með sitthvora vélina!

Eftir eina nótt í New Orleans þá keyrðum við til Houston, Texas. Reyndar með stoppi í Outleti sem Fannar sá á leiðinni og vildi ólmur stoppa í..... já, það var hann sem dró mig! Ég neitaði því að sjálfsögðu ekki: )

Í Houston vorum við mest að keyra um og skoða, enda 4 stærsta borgin í bandaríkjunum. Fannar fór á skotsvæði og ég fór í mallið á meðan, svo keyrðum við að geimstöðinni í Houston, þar sem geimfararnir æfa sig. Geimflaugum er víst skotið frá Flórida en lenda í Houston. Það var algert æði að skoða hana, sáum helling af Nasa dóteríi, gamla geimbúninga, skoðuðum æfingasvæðið þeirra og sáum stærstu geimflaug í heimi (sem hefur verið skotin útí geim). Við tókum ekki margar myndir, bara video, en ég setti þær sem við tókum inná Facebook ef einhver vill skoða.

Annars fórum við í skoðun í dag. Allt leit vel út og svona, heyrðum hjartslátinn og svona. Ég er komin 17 vikur núna, og meðgangan því bráðum hálfnuð. Rosalega fljótt að líða. Ég fékk svo tíma í sónar eftir 2 vikur og þá verður athugað með kynið ef barnið leyfir! Við getum ekki beðið:)



posted @ 3/18/2009 12:48:00 f.h.


febrúar 21, 2009



Hæhæ

Af okkur er allt gott að frétta.

Skólinn er staðráðinn í að halda halda manni við efnið svo það er lítill frítími fyrir eitt eða neitt. Er að gera verkefni í Graphic sem ég flyt á mánudaginn, svo er mid-term exam í Textile Lab á þriðjudaginn, og svo mid-term líka í Textile bóklega á föstudaginn, svo það er nóg að gera.

Eins og flestir vita núna þá eigum við Fannar von á erfingja! Honum lá svo á að koma að hann færði sig yfir í ágúst, úr september. Við fórum í 3 mánaða sónar á mánudaginn og fengum þennan mjög-ófyndna brandarakall sem vildi sjá um okkur, en ég hafði valið aðra konu til að vera hjá, en hún var upptekin þennan dag svo kallinn tók á móti okkur. Hann varð voða spældur yfir því að fá ekki að sjá um fyrsta íslenska barnið sitt, svo ég þurfti að vera hörð á því að vilja vera hjá konunni restina af skoðununum. Hann var búinn að spurja okkur Fannar hvað við vorum að læra, og Fannar sagði svo í gríni að barnið yrði verkfræðingur til að passa inní fjölskyldufyrirtækið. Rétt í því dó sónar-tækið og kallinn sagði að barnið væri nú þegar farið að fikta í vélum! Svo þegar við vorum búin þá sagðist hann ekki ætla að rukka okkur fyrir tækið sem barnið skemmdi! Við brostum bara með kjánahroll yfir þessum litla kalli.

En við fengum voða flottar myndir og erum svaka sátt:)

Svo fáum við að vita kynið eftir um 6 vikur og bíðum alveg rosalega spennt eftir því:)

Skólinn minn klárast í lok apríl (önnin búin 1.maí), en ég ætla ekkert að drífa mig heim. Mig langar að slappa af fyrst, sóla mig, versla á barnið og ferðast eitthvað. Svo á ég kannski von á Íslandsheimsóknum áður en ég kem!;)

Fannar tekur hrað-sumarönn sem tekur um 6 vikur minnir mig, svo hann ætlar að koma heim í lok Júní, beint í brúðkaupið hjá þessum töffra og Sigrúnu skvís, en þau trúlofuðu sig um jólin:)

Annars tókst mér um daginn að draga strákana á myndina Shopaholic sem er ALGER stelpumynd, ég skemmti mér konunglega en veit ekki alveg með þá... hehe. Svo fer bolludagurinn að nálgast, og ég gerði test-uppskrift um daginn því það er svo öðruvísi hráefnin hér, og þær heppnuðumst bara vel, svo ég ætla að baka meira um helgina handa okkur:)

Næstu helgi er planið að keyra til Eyjó pabba strákana og vera yfir helgi, en Gummi er þá búinn í Bar prófinu fyrir lögfræði réttindin svo það verður því eflaust fagnað. Helgina eftir það er Spring Break og við ætlum að leggjast í eitthvað flakk, en óvíst hvert.

Hér eru einhverjar myndir... voða random!

Verið að spila nýja posa-Monapoly heima hjá Fannari um jólin.

Hjördís var svo elskuleg að bjóða okkur út að borða á Argentínu.

Við heimsóttum Hilmar og Kristínu í janúar og færðum þeim íslenska síld og harðfisk.

Viktor að testa nýju vélina:)

BæBæ



posted @ 2/21/2009 07:51:00 e.h.


janúar 19, 2009



Hæ hó!

við erum komin aftur til Flórida. Skólinn er byrjaður á fullu og tímarnir mínir eru: Textile, Textile Lab, Graphics, History of Interior og AutoCad. Ég komst að því að námið mitt er dýrasta námið (miða við tæki og tól sem maður á að kaupa). Við eigum að kaupa einhverja spes þykka tússliti, 40 stykki á 20þús kall!! Þetta er bara vitleysa sko... svo fer maður í gegnum kannski tvo svona pakka á önn.
Svo kostar AutoCad forritið sem er skylda að hafa ca. 350þús!
Þetta er bara smá hluti af öllu auðvitað ... úff..

Nýja íbúðin er að verða heimilislegri með hverjum deginum. Flest komið á sinn stað og allt hreint og fínt. Viktor keypti sér 52'' flatskjá svo stofan er bara eins og lítið bíó:)

Svo var ég að eignast lítinn frænda. Til hamingju Hulda og Krissi! Ég bíð spennt eftir myndum:)

Æj ég hef nú voða litið að segja, erum bara nýkomin og svona. Það er frí á morgun útaf Martin Luther Kind day.

Læt fylgja með myndir af skólanum...

Þessi gosbrunnur er fyrir utan deildina mína, ég sat oft þarna og borðaði nesti.
Það eru oft krakkar ofaní vatninu...

Stock Photo titled: Landis Fountain And Green Next To Strozier LIbrary On The Florida State University Campus Tallahassee Florida FL Seminoles, USE OF THIS IMAGE WITHOUT PERMISSION IS PROHIBITED

Nærmynd. Þetta var einusinni kvennaskóli árið átjánhundruð og eitthvað...

Stock Photo titled: Landis Fountain And Green Next To Strozier Library On The Florida State University Campus Tallahassee Florida FL Seminoles, USE OF THIS IMAGE WITHOUT PERMISSION IS PROHIBITED


Stock Photo titled: Westcott Building And Ruby Diamond Auditorium Florida State University Campus Tallahassee Florida FL Seminoles, USE OF THIS IMAGE WITHOUT PERMISSION IS PROHIBITED


posted @ 1/19/2009 03:29:00 f.h.


nóvember 17, 2008




Núna þegar við Íslendingar erum búin að kvitta frá okkur allt og kyssa bossann á IMF þá finnst mér tilvalið að skella inn þessum myndum sem pabbi sendi mér.

HIK - DaffydAlmighty
HIK- LIAR LIAR
Hahaha mér fannst þetta einum of fyndið!
Meira inná: http://www.tv1.is/HIK/INDEX.html

Jæja nú fer að styttast í annarlok. Ég á lokaverkefnið mitt eftir sem er alveg mánuð í vinnslu. Flyt það 3.des, og þá finnst mér ég vera komin í frí, því þessi áfangi (stúdíó áfanginn) er sá sem ég á að sameina allt sem ég er að læra og gera verkefni sem fara í portfólíóið mitt. Hann er svona tíusinnum tímafrekari og stressandi en allir hinir. Svo tek ég tvö lokapróf 12.des, en það er ekkert upplestrarfrí, tek bara prófin í seinasta tímanum. Frekar asnó.
Eyjó tengdó og Gummi komu til okkar seinustu helgi. Við spiluðum póker (frekar mikið gert af því hér), og svo eldaði Eyjó íslenska lambalærið sem mamma sendi okkur. Eyjó er lærður kokkur og töfraði fram þessa máltíð sem er bara með þeim bestu sem ég hef fengið! Sósan tók klukkutíma sem var besta sósa sem ég hef smakkað! Ég japplaði á henni löngu eftir að þeir voru farnir heim hehe.
En það helsta í fréttum er að við fundum okkur íbúð sem við flytjum inní í janúar. Við munum búa 4 saman, við Fannar, Viktor og Mike vinur þeirra. Það besta er að íbúðin er GLÆNÝ, við verðum semsagt fyrstu íbúarnir. Herbergið okkar Fannars er á fyrstu hæð, með walk-in closet og svalahurð útá pall þar sem grillið okkar verður. Svo eru öll herbergi með sér baðherbergi og það er þvottavél og þurrkari í íbúðinni (en áður höfum við þurft að labba með allt yfir í sameiginlegt þvottahús hliðiná sundlauginni hér). Það sem ég er mest spennt fyrir samt er Club-housið, sem er sameiginlegt hús þar sem fólk getur farið og slappað af, horft á sjónvarpið, lært, farið í sundlaugina og heitapottinn, og síðar en ekki síst farið í ræktina!
Hér eru myndirnar af því:

Club- housið:


Sundlaugin að degi: Sundlaugin að kvöldi:


Inní Club-housinu:

Gymmið í Club-housinu:

Raðhúsin: Stofan:

Eldúsið:


Annars er það bara lærdómur þar til við komum heim. Það er reyndar Thanksgiving þarnæstu helgi, en þá ætlum við að fara til Eyjó pabba strákanna og pikka Rakel Örnu upp í leiðinni og eyða helginni í Palm Beach.

Hlakka svo til að komast heim og sjá þennann gæja sem er byrjaður að labba og næstum tala!
Hann er orðinn alger grallari og stígur hér létt dans-spor (ýkt montinn sko!)með ljósu krullurnar sínar.


Og ein af honum og mömmu gömlu.

Jæja komið gott í bili.



posted @ 11/17/2008 06:59:00 f.h.


nóvember 05, 2008



Í dag eru akkurat 39 dagar þar til ég kem heim!:D

Hér er allt að verða brjálað útaf kosningunum, mörg fyrirtæki eru að bjóða fólki hitt og þetta ef þau kjósa. Td. gaf Starbuck öllum þeim sem kusu frítt kaffi. Í skólanum í dag voru flestir með barmerki eða límmiða á sér sem stóð á „I Voted“. Aldrei í sögunni hefur fólk hérna verið svona mikið inní kostningum, sem er bara frábært. Við heima hefðum átt að vera meira vakandi þegar okkar kostningar áttu sér stað seinast... en jæja ætla ekki einusinni að byrja hehe.

Ég og Alexa, bekkjasystir mín vorum saman í verkefni sem heitir „Make a Difference“, og við áttum að fara út og finna eitthvað sem mætti bæta í daglegu lífi og hanna eitthvað viðeigandi. Okkar verkefni snerist um það þegar maður situr á bókasafni FSU þá eru tölvurnar svo klesst uppað hvor annari og ekkert privacy, svo við hönnuðum skilrúm sem fólk getur dregið út og valið hversu mikið þau vilja loka sig af. Við smíðuðum tvö skilrúm, settum þau upp á bókasafninu og tókum viðtal við fólk eftirá.

Við sátum þarna flissandi og njósnandi um fólkið, sem var frekar vandræðanlegt svona inná stóru bókasafni. En það hafðist og við fengum meira að segaj viðurkenningu fyrir verkefnið:)

Kennarinn var hrósaði okkur bak og fyrir og sagði okkur að fara með verkefnið á bókasafnið því það gæti vel verið að þetta yrði partur af bókasafninu, og að sjálfsögðu yrðum við skráðir sem hönnuðirnir:)

Svo var ég að fá A, eða 9,8 fyrir verkefnið mitt sem ég sýndi myndir af í síðasta bloggi. Þegar ég fékk einkunnarblaðið til baka þá fylgdi með viðurkenning fyrir „outstanding performance“... í því stóð svo að ég fengi ekki verkefnið mitt til baka fyrren í lok nóv því það fer á sýningu hjá CIDA, eða the the Council for Interior Design Accredidation (arkítektafélag sem metur skólana).

Einnig stóð: „Your project shows your attention to detail and a level of high quality that will serve you well in your career“.

Mín voða glöð! :) híhí

Annars vorum við að koma frá Orlando þar sem við Halloween-uðumst með Rakel Örnu og Daniel. Um leið og við komum til þeirra þá var það bara beint í búninginn, Rakel og Marilyn vinkona hennar úr skólanum voru að setja gervi á tvo vini Daniels.

Við skelltum okkur svo Down Town Orlando á geðveikan úti- skemmtistað þar sem allt var troðið af furðuverum. Göturnar voru troðfullar af fólki í búningum og svakaleg stemming!! Daginn eftir fórum við á hlaðborð á einhverjum stað og í bíó Down Town Disney og sáum Tim Burton myndina. Sunnudagurinn fór í SMÁ búðarráp, en við kíktum í Mall of Millenia. Ég keypti mér svo Súkkulaði-ostaköku á Cheesecake Factory sem er sko to-die-fore!!

Það verða engin svaka jólainnkaup í ár útaf dollaranum sem er orðinn himinhár! Hann hefur meira en TVÖFALDAST síðan við fluttum út!! Skólagjöldin mín voru í 500þús á ÖNN en verða nú 1.3 miljón!! Mig langar að gráta...

Ég er hérna á netinu að leita mér af styrkjum. Það er ekki mikið í boði fyrir útlendinga, en það sem maður er nú á Dean‘s List yfir yfirburða einkannir þá ætti maður nú að finna eitthvað. Mont-mont:)

Ætla að halda leitinni áfram, knús heim! :)



posted @ 11/05/2008 03:45:00 f.h.


♥~*Þú ert gestur núner*~♥
amazingcounters.com
Disney Movie

♥~*Ég*~♥

Margrét heiti ég og er fædd 2.apríl 1983. Stúdent frá FG. Ég bý í Tallahassee Flórida ásamt kærastanum mínum og stunda hér nám í innanhússarkítekt:)

♥~*Gestabókin*~♥



Kvitta hér takk!

♥~*Myndir*~♥

Skoða myndir!

♥~*Hafðu samband*~♥



Mailið mitt

♥~*Vinir og vandamenn*~♥



Rut
Adda
Halla
Valdi
Hulda
Hafdís
Stebbi
Kristín
Helga O
Harpa A
Dívurnar
Rakel Arna
Anna Helga
Heiða Karen
Fannar minn
Rakel sys og co
Þórhalla og beibur
Förðunarsíða Höllu
Magga Grand-pæja
Anton litli hennar Míu